Loading...

13-15 Janúar, Reykjavík

Um Tuddann

Tuddinn í boði Tölvulistans er stærsti vettvangur rafíþrótta á Íslandi.
Undir merkjum Tuddans fara fram tvær netdeildir á ári og tvö til þrjú staðarmót.
Á Tuddanum 1 | 2017 verður keppt í Counter-Strike: Global Offensive

Keppendur

CS:GO lið

Aðeins sæti í boði

Skráðu þig núna!

Keppnisfyrirkomulag CS:GO

Forkeppni

Öllum skráðum liðum er raðað í 4 riðla sem hver um sig getur innihaldið að hámarki 7 lið. Allir keppa á móti öllum og allar viðureignir eru ,,best of one''. Fyrsta og annað sæti í hverjum riðli fara beint í 16 liða úrslitakeppni. Þriðja til fimmta sæti í hverjum riðli fara í 12 liða GSL millikeppni. Sjötta og sjöunda sæti í hverjum riðli fellur úr leik í aðalkeppni og færist í Mountain Dew keppnina.

12 liða GSL millikeppni - Aðalkeppni

Samanstendur af þriðja til fimmta sæti í hverjum riðli í forkeppni. Raðað er í fjóra þriggja liða riðla þar sem spilað er eftir GSL keppnisfyrirkomulagi. Einungis fyrsta umferð er ,,best of one'' en aðrir ''best of three''. Efstu tvö liðin úr hverjum riðli komast áfram í 16 liða úrslitakeppni. Neðsta sæti úr hverjum riðli fellur úr leik í aðalkeppni og fer niður í 8 liða úrslit Mountain Dew keppninar.

16 liða úrslitakeppni - Aðalkeppni

Einföld útsláttarkeppni (e. single elimination). Allar viðureignir eru ,,best of three''. Uppröðun í útsláttarkeppni er eftirfarandi:

 • A1 vs GSL-D2
 • B2 vs GSL-C1
 • D1 vs GSL-A2
 • C2 vs GSL-B1
 • B1 vs GSL-C2
 • A2 vs GSL-D1
 • C1 vs GSL-B2
 • D2 vs GSL-A1

Mountain Dew keppnin

Samanstendur af liðunum sem enduðu í fjórða til sjötta sæti í riðlum í forkeppni. Liðum er raðað í einn riðil þar sem allir spila við alla og fara efstu fjögur liðin í 8 liða úrslit Mountain Dew keppninnar.

Úrslitakeppni Mountain Dew keppninar

Keppt er best of one keppnisfyrirkomulag single elimination, nema í úrslitaleik verður best of 3.

Map veto

Í ,,best of one'' viðureignum skiptast liðin á að banna kort þar til eitt stendur eftir og er það kort spilað. Í ,,best of three'' viðureignum skiptast liðin á að banna eitt kort, því næst velja liðin sitthvort kortið og banna svo aftur sitthvort kortið. Kortið sem fyrra liðið valdi er spilað fyrst, næst er spilað kortið sem seinna liðið valdið og ef til þess kemur er kortið sem eftir stendur spilað sem úrslitakort.

Öllum keppendum ber að kynna sér keppnisreglur og fylgja þeim til hins ítrasta, brot á reglum getur varðað brottrekstur af móti.

CS:GO reglur

Verðlaun

Verðlaun verða kynnt þegar nær dregur mótinu

Dagskrá

Mótsstaður

Íþróttahúsið Digranes.

Skálaheiði 2,
200 Kópavogi

Sjá nánar

Styrktaraðilar

Aðalstyrktaraðili

Styrktaraðilar

Styrktaraðilar

Styrktaraðilar

Vertu styrktaraðili

Hefuru áhuga á að verða styrktaraðili? Hafðu samband!

Hafa samband

Skráðu þig núna!

5.900 kr.

Forskráning

 • Sparaðu þér þúsund kall!

6.900 kr.

Venjulegt verð

 • Eftir að forsölu lýkur
 • Eða á staðnum

1.000 kr.

Áhorfendapassi

 • Komdu á svæðið og fylgstu með leikjunum
 • Dregin verða út verðlaun fyrir áhorfendur á staðnum!
 • Glæsilegt áhorfendasvæði með 100" myndvarpa!

Skráðu þig núna!

Skráning lokar 8. janúar og forsala lokar á sama tíma.

Skráðu þig

Hafa samband

Hægt er að senda skilaboð á okkur á Facebook, eða senda tölvupóst á olafurns[at]1337.is